Sveinn Einarsson

ID: 19577
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Dánarár : 1961

Sveinn og Helga í Bellingham árið 1948. Mynd juliesIcelandicblog. wordpress.com

Sveinn Einarsson fæddist í Barðastrandarsýslu 5. desember, 1874. Dáin í  Bellingham 12. maí, 1961. Swain Westford vestra.

Maki: 1907 Helga Þórunn Þórðardóttir f. 2. desember, 1881.

Börn: Þau eignuðust 11 börn, 7 drengi og 4 stúlkur  1.Victor 2. Einar 3. Grímur 4. Oscar 5. Fredrick 6. John 7. Sveinn 8. Christine 9. Jakobina Paulina 10. Ellen 11. Lillian.
Sveinn flutti vestur árið 1884 með foreldrum sínum, Einari Magnússyni og Kristínu Jónsdóttur. Þau settust að í Garðarbyggð þar sem Sveinn ólst upp og kvæntist. Hann nam land í Mouse-River byggð og bjó þar til ársins 1935, þá fluttu þau með börn sín vestur að Kyrrahafi og námu land suður af Blainr í Washington. Þar bjuggu þau síðan. Helga flutti vestur árið 1883 með foreldrum sínum, Þórði Benediktssyni og Maríu Sveinsdóttur landnema í Pembina County í N. Dakota.