ID: 1620
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla

Stefán Einarsson Mynd VÍÆ1
Stefán Einarsson fæddist 25. maí, 1881 í A. Skaftafellssýslu.
Maki: 30. desember, 1914 Kristín Guðmundsdóttir f. 7. október, 1892 í Kjósarsýslu.
Börn. 1. Hörður f. 21. september, 1915 2. Arnrún Eleanor f. 14. maí, 1918 3. Ernest Baldvin f. 14. febrúar, 1934.
Stefán flutti vestur til Winnipeg með foreldrum sínum og systkinum árið 1904. Hann vann við verslunarstörf í Riverton og Arborg hjá Sveini Thorvaldssyni. Flutti til Winnipeg þar sem hann bjó lengstum. Hann var einn af stofnendum Þjóðræknisfélags Íslendinga, forseti Frón í Winnipeg í 2 ár og mörg ár í stjórn þeirrar deildar.
