Vigfús Jónsson

ID: 19516
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1971

 

Heimili Vigfúsar og Guðbjargar í Bellingham. Mynd Pauline Einarson collection

Vigfús Jónsson fæddist í N. Múlasýslu 15. febrúar, 1872. Dáinn í Blaine í Washington árið 1971. Vopni vestra.

Maki: Guðbjörg Guðbrandsdóttir f. 22. maí, 1863.

Barnlaus.

Vigfús settist að í Vancouver þar sem hann kynntist Guðbjörgu eftir 1906. Hún var þá nýorðin ekkja, maður hennar Jón Jónsson frá Miðdölum lést af slysförum í Winnipeg 30. apríl, 1904. Flutti Gubjörg vestur að hafi, var hjá ættingjum í Blaine í Washington en fór svo 1906 til Vancouver. Þar gengu þau í hjónaband og 15. febrúar, 1908 fluttu þau til Bellingham.