ID: 5403
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1896

Kirkjugarðurinn í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Hér hvílir Kristín Sveinsdóttir. Mynd Einkasafn.
Kristín Sveinsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu árið 1862. Dáin í Saskatchewan árið 1896.
Maki: Ásgeir Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu 4. nóvember, 1856.
Börn: 1. Valdimar f. 1887. Þau áttu fjögur önnur börn, upplýsingar vantar.
Þau fluttu vestur árið 1887 og settust að í Winnipeg þar sem Ásgeir vann við hveitimyllu Hudson´s Bay félagsins til ársins 1891. Þá fluttu þau vestur á bóginn til Churchbridge í Saskatchewan.
