Magnús Davíðsson

ID: 5429
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1949

Magnús Davíðsson fæddist 30 maí, 1862 í Húnavatnssýslu. Dáinn í N. Dakota 27. október, 1949. Magnus Davidsson vestra.

Maki: 1) 8. júlí, 1896 Sigurbjörg Bjarnadóttir f. á Íslandi 1870-1874, d. 1906 í Garðarbyggð 2) Guðrún Hjálmarsdóttir Reykjalín f. 12. október, 1881, d. 25. nóvember, 1920

Börn: Með Sigurbjörgu: 1. Sigurbjörn f. 19. ágúst, 1897, d. 1918 2. Davíð f. 5. maí, 1899 3. Bjarni Friðrik f. 7. maí, 1902 4. Anna S. f. 1904. Með Guðrúnu 1. Sigurbjörg Anna f. 1909 2. Þórdís f. 31. maí, 1911 3. Halldór f. 1913 4. Kristín Sigurrós f. 1915 5. Jón Vilhelm f. 1916 6. Hjálmar Matthías f. 1918.

Magnús flutti vestur til Kanada árið 1876 með foreldrum sínum, Davíð Jónssyni og Þórdísi Guðmundsdóttur sem fóru til Nýja Íslands. Þaðan lá svo leið þeirra í Eyfordbyggð í N. Dakota. Magnús var bóndi í Montrose hreppi í Cavalier sýslu til 1920, flutti þaðan í Garðarbyggð og seinna í bæinn Edinburg. Guðrún Hjálmarsdóttir var dóttir Hjálmars Friðrikssonar og Mettu Pálsdóttur sem fóru vestur úr Barðastrandarsýslu árið 1886.