Margrét Kristjánsdóttir fæddist 15. apríl, 1877 í Húnavatnssýslu. .
Maki: 14. september, 1894 Bjarni Lúðvíksson f. 28. desember, 1866 í Þingeyjarsýslu, d. í Bellingham 21. maí, 1919.
Börn: 1. Lillian 2. Roy f. 1902 3. Margrét f. 1903 4. Júlíus f. 1906 5. Eggert f. 1909 6. Vivian f. 1910 7. Karl f. 1914 8. George f. 1915 9. Alma f. 1917 10. Lesley f. 1917, tvíburi, dáinn.
Margrét var dóttir Kristjáns Hall og Soffíu Björnsdóttur. Fárra mánaða var hún tekin í fóstur á Söndum í Miðfirði af hjónunum Eggerti Jónssyni og Þórunni Ólafsdóttur. Árið 1887 fóru þær Þórunn og Helga til Vesturheims og settust að í Seattle árið 1891. Bjarni var sonur Lúðvíks Finnbogasonar og Lilju Bjarnadóttur. Hún dó þegar Bjarni var á fjórða ári og var hann því sendur til frændfólks. Þar fékk hann undirbúnings menntun og 18 ára fór hann til náms í viðskiftafræðum í Kaupmannahöfn. Þegar hann kom aftur heim vann hann í verzlun en 1887 flutti hann vestur til Winnipeg. Árið 1890 fór hann til Seattle en þangað kom Margrét árið 1891. Þau settust að á Point Roberts árið 1898, voru þar stutt og fluttu norður til Steveston í Bresku Kólumbíu. Árið 1902 sneru þau aftur til Point Roberts þar sem þau voru í fjögur ár, fóru þá til Blaine en árið 1907 bauðst Bjarna starf á Point Roberts þar sem hann rak fyrirtæki og verslun í tíu ár. Hann neyddist til að hætta vegna heilsubrests og fluttu þau nú til Bellingham, þar sem Margrét hélt heimili til margra ára.
