ID: 5453
Fæðingarár : 1855
Dánarár : 1907
Halldór Brynjólfsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1855. Dáinn í Nýja Íslandi 4. október, 1907.
Maki: Hólmfríður Eggertsdóttir f. 7. maí, 1859, d. 5. apríl, 1935.
Börn: Með Hólmfríði 1. Margrét f. á Íslandi 1887 2. Pálína f. 29. mars, 1893 3. Kristín f. 16. apríl, 1896 Með Rósu Magnúsdóttur 1. Alexandra f. 25. apríl, 1902, d. 3. desember, 1957 2. Magný f. 19. nóvember, 1904. 3. Ágústa f. 29. mars, 1907. Upplýsingar um mæður eftirtalinna vantar; Brynhildur , Árdís , Sæunn, Kristjana.
Halldór og Hólmfríður fluttu til Vesturheims árið 1887 með Margréti nokkurra mánaða. Þau fóru til Manitoba og settust að í Nýja Íslandi. Samferða þeim vestur var Kristjana Guðmundsdóttir, ekkja, móðir Halldórs.
