Hjálmar Björnsson

ID: 5496
Fæðingarár : 1844
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1910

Hjálmar Björnsson fæddist 5. febrúar, 1844 í Húnavatnssýslu. Dáinn 21. janúar, 1910. Elmer í Utah.

Maki: 1) Eygerður Eyjólfsdóttir f. 10. ágúst, 1855, d. 14. mars, 1885. 2) 11. júní, 1887 Auðbjörg Bjarnadóttir

Börn: Með Eygerði 1. Agnar f. 1876 2. Valgerður f. 1880, dó ársgömul á Íslandi.

Hjálmar og Eygerður fluttu vestur árið 1883. Fóru fyrst til Helena í Montana þar sem Eygerður lést. Þaðan lá leiðin til Spanish Fork í Utah árið 1885.

Hjálmar og Auðbjörg bjuggu í Spanish Fork þar sem Hjálmar dó úr lungnabólgu.