ID: 19551
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1946
Þorleifur Jónsson fæddist árið 1864 í Húnavatnssýslu. Dáinn á Point Roberts árið 1946. Johnson vestra.
Maki: Jakobína Jónsdóttir f. í Dalasýslu 25. nóvember, 1872, d. í Blaine í Washington 30. ágúst, 1961.
Börn: 1. Jón 2. Gísli 3. Sigvaldi 4. Baldur 5. Sigríður 6. Sigrún 7. María 8. Evelyn Frances.
Þorleifur fór vestur til N. Dakota frá Íslandi eftir 1890 þar sem þau gengu í hjónaband. Fluttu vestur á Point Roberts í Washington árið 1895 og námu þar land. Jakobína fór vestur til Kanada árið 1876 með móður sinni, Solveigu Jónsdóttur og hálfsystur sinni Sigríði Helgadóttur. Fósturfaðir Jakobínu Jón Gíslason beið þeirra í Ontario og þaðan fór fjölskyldan til Nýja Íslands í Manitoba. Eftir nokkur ár fluttu þau á land nærri Mountain í N. Dakota.
