Kolþerna Jóhannesdóttir

ID: 19580
Fæðingarár : 1891
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1915

Kolþerna Jóhannesdóttir fæddist í Dalasýslu árið 1891. Dalsted vestra. Dáin árið 1915 í N. Dakota.

Maki: Þorsteinn Bjarnason Dalsted f. 6. janúar, 1890 í Svoldarbyggð í N. Dakota.

Barnlaus.

Fór vestur árið 1891 með foreldrum sínum, Jóhannesi Halldórssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Þau settust að í Akrabyggð í N. Dakota þar sem Kolþerna ólst upp. Þorsteinn var sonur Bjarna Guðmundssonar landnámsmanns í Svoldarbyggð í N. Dakota.