Steinunn Jasonardóttir

ID: 5627
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1947

Steinunn Jasonardóttir fæddist árið 1867 í Húnavatnssýslu. Dáin í Alberta árið 1947.

Maki: Jóhannes Vigfússon f. í N. Múlasýslu 9. ágúst, 1855, d. í Alberta í Kanada árið 1923. Ýmist Jóhannes eða Jóhann Sveinsson vestra.

Börn: 1. Anna Sigurbjörg f. 26. desember, 1888 í Mountain, ND 2. Sveinn f. 10. september, 1890 3. Ellis 4. Jason Sigurpáll f. 23. mars, 1894 5. Inga f. 6. desember, 1895 6. Guðrún f. 9. september, 1897 7. Pálína f. 1899 8. Guðbjörg Guðmundína f. í Alberta 15. ágúst, 1901 9. Emilu Margrét f. 18. janúar, 1903 10. Oddur Guðni Leo f. 17. apríl, 1905 11. Sadie Sigríður f. 2. febrúar, 1907 12. Aldís María f. 24. maí, 1909.

Steinunn flutti vestur til Kanada árið 1874 með foreldrum sínum, Jasoni Þórðarsyni og Önnu Jóhannesdóttur. Þau settust að í Nýja Íslandi ári seinna en fóru þaðan suður til N. Dakota árið 1879. Þar kynntist Steinunni Jóhannesi og flutti með honum vestur til Alberta um aldamótin. Svo virðist sem Jóhannes hafi tekið nafn stjúpa síns, Sveins Þorsteinssonar. Hann er skráður Jóhannes Vigfússon í Vesturfaraskrá og er samferða móður sinni, Sigurbjörgu Björnsdóttur og Sveini til Vesturheims árið 1876. Sigurbjörg er skráð vinnustúlka í Mýrnesi í S. Múlasýslu í Manntali Þjóðskjalasafnsins árið 1860 með 6 ára son, Jóhannes Vigfússon. Hann fór með móður sinni og Sveini til Nýja Íslands árið 1876 en er svo skráður Jóhann Sveinsson í Sögu Íslendinga í Norður Dakota.