Guðrún Sigurðardóttir

ID: 5644
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1974

Guðrún Sigurðardóttir fæddist 22. febrúar, 1884 í Húnavatnssýslu. Dáin 21. nóvember, 1974 í Little Fork í Minnesota.

Maki: Christian Henry Bradburn f. 1885 í Ontario í Kanada, d. 3. júlí, 1955 í Little Fork í Minnesota.

Börn: 1. Henry S. f. 22. apríl, 1902 2. Claude Christian f. 23. febrúar, 1904 3. Ralph Thomas f. 10. janúar, 1907 4. Muriel Sigríður f. 1911 5. Margaret Sigríður f. 9. apríl, 1916 6. John Gene f. 10. júlí, 1918.

Guðrún fór vestur árið 1887 með foreldrum sínum, Sigurði Árnasyni og Sigurunni Bergþórsdóttur. Þau settust að í N. Dakota. Foreldrar Christian voru Henry, af enskum ættum og Sigríður Helga Tómasdóttir úr Dalasýslu.  Guðrún og Christian bjuggu fyrst á ýmsum stöðum í N. Dakota en fluttu svo til Little Fork í Minnesota.