Ingibjörg Á Pétursdóttir

ID: 5649
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Mynd Well Connected

Ingibjörg Ágústa Pétursdóttir fæddist 13. ágúst, 1881 í Húnavatnssýslu.

Maki: 22. janúar, 1900 Jóhannes Magnússon f. 11. ágúst, 1873 í S. Þingeyjarsýslu.

Börn: 1. Magnús f. 12. júní, 1901, tvíburi 2. Stefán f. 12. júní, 1901 3. Guðný Oddrún f. 17. desember, 1902 4. Sigríður Björg f. 2. október, 1905 5. Vilmar f. 8. júlí, 1908 6. Petrína Anna f. 17. ágúst, 1912 7. Hermann f. 30. maí, 1917 8. Alvin f. 12. júní, 1922.

Jóhannes flutti vestur til Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum, Magnúsi Jónssyni og Oddnýju Jóhannesdóttur. Þau bjuggu fyrst í Manitoba en í Eyfordbyggð í N. Dakota árið 1881. Ingibjörg flutti vestur árið 1883 með sínum foreldrum, Pétri Stefáni Guðmundssyni og Guðrúnu Benjamínsdóttur sem settust að í Garðarbyggð í N. Dakota. Jóhannes og Ingibjörg bjuggu alla tíð í Thingvalla sýslu í N. Dakota.