Rannveig Guðmundsdóttir

ID: 5655
Fæðingarár : 1852
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1908

Rannveig Sigríður Dorothea Guðmundsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu árið 1852. Dáin 23. nóvember, 1908 í Vatnabyggð.

Maki: Jón Jónsson f. 1851 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Vatnabyggð árið 1927, grafinn í Selkirk. Notaði föðurnafnið Sanders vestra.

Börn: 1. Ingibjörg f. 1873 2. Guðmundur f. 1874 3. Guðrún f. 1881 4. Elísabet f. 1883 5. Finnbogi f. 1885 6. Theodóra f. 1887 7. Sveinn Guðni f. vestra.

Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og bjuggu fyrst í Nýja Íslandi. Árið 1890 fluttu þau í Winnipeg og þar í rúm tvö ár en þaðan lá svo leiðin í Selkirk. Námu land í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1907.