Finnbogi Jónsson

ID: 5660
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1955

Finnbogi Jónsson og Elsie Hage Mynd RbQ

Finnbogi Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1885. Dáinn árið 1955 í Wynyard. Finny Sanders vestra.

Maki: 1914 Elsie Hage af norskum ættum.

Börn: 1. Sarah Dorothy f. 12. apríl, 1916, d. sama ár 2. Doris Sylvia f. 1. febrúar, 1918.

Finnbogi flutti til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með foreldrum sínum og systkinum. Hann bjó með þeim í Nýja Íslandi, Winnipeg, Selkirk og flutti með þeim í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1907. Þar keypti Finnbogi helming lands föður síns í Kandahar/Dafoe byggð en rak líka járnvöruverslun í Kandahar og einnig í félagi við Björn Björnsson, samskonar verslun í Dafoe.