Jónas Sigurðsson

ID: 5675
Fæðingarár : 1865
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1933

Séra Jónas A Sigurðsson Mynd VÍÆ3

Stefanía Ólafsdóttir Mynd VÍÆ3

Jónas Ari Sigurðsson fæddist í Húnavatnssýslu 6. maí, 1865. Dáinn í Winnipeg í Manitoba 10. maí, 1933.

Maki: 1) 1887 Oddrún Frímannsdóttir f. í Húnavatnssýslu, 3. september, 1857, d. í San Francisco 17. janúar, 1941. Þau skildu. 2) 1903 Stefanía Ólafsdóttir f. 14. febrúar, 1877 í Árnessýslu, d. 19. september, 1959.

Börn: Með Oddrúnu 1. Frímann Jónas 2. Torfi f. í Pembina, N.D.  20. janúar, 1891, d. Everett, Washingtonríki 15. apríl, 1925 3. Haraldur f. í Akra, N. Dakota 21. nóvember, 1899. Með Stefaníu 1. Björn Theodore f. í Seattle 29. janúar, 1907, d. 2. ágúst, 1960 2. Jón Ó. S. f. í Seattle 1. nóvember, 1911, d. 12. febrúar, 1961 3. Elín Guðrún f. í Seattle 15. ágúst, 1914.

Jónas flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og fór þaðan sama ár suður til Hamilton í N. Dakota. Fór þaðan austur til Pembinaþorpsins en kaus síðan að nema guðfræði við nýstofnaðan prestaskóla í Chicago og útskrifaðist þaðan árið 1893. Vígður prestur sama ár og þjónaði íslenskum söfnuðum í N. Dakota til ársins 1901. Þá flutti hann vestur til Seattle í Washingtonríki og þjónaði þar í íslenskum söfnuði áður en hann tók kalli frá Konkordía söfnuði í Saskatchewan árið 1918. Þar þjónaði hann til 1927 en gerðist þá prestur safnaðarins íslenska í Selkirk í Manitoba þar sem hann bjó til dauðadags.