Bjarni Jónasson

ID: 5760
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1930

Bjarni Jónasson Myndir SÍND

Þórunn Elísabet Magnúsdóttir

Bjarni Jónasson fæddist 21. júlí, 1848 í Húnavatnssýslu. Dáinn 23. nóvember, 1930 í Regina í Saskatchewan.

Maki: 1) 1872 Björg Jónsdóttir. Þau skildu 1882 2) 2. desember, 1885 Þórunn Elísabet Magnúsdóttir f. 17. desember, 1853, d. 15. desember, 1933 í Regina, Saskatchewan.

Börn: Með Björgu 1. Halldóra f. 14. október, 1873. Með Þórunni 1. Rut Halldóra f. 15. júlí, 1889, d. 1890 2. Konráð Jónas f. 1896, d. 1897 3. Sigurlaug f. 29. október, 1886 í N. Dakota d. 17. desember, 1959 4. Rannveig Ingibjörg f. 13. apríl, 1888 5. Sigurjóna f. 1. maí, 1892.

Bjarni fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og þaðan strax í Hallsonbyggð í N. Dakota. Flutti þaðan árið 1911 að Gull Lake í Saskatchewan. Bjó þar nokkur ár en seldi svo og flutti til Selkirk í Manitoba. Bjuggu þau ýmist þar eða hjá Sigurjónu dóttur sinni sem búsett var vestur í Regina.