Guðrún Hannesdóttir

ID: 5767
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Guðrún Hannesdóttir

Guðrún Hannesdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 7. desember, 1863. Harold vestra.

Maki: Páll Guðmundsson Harold

Börn: 1. Hannes Jón Harold 2. Hólmfríður.

Guðrún fór einsömul vestur til Ontario í Kanada árið 1884 og settist að í Parry Sound. Þar giftist hún Páli sama ár og því augljóst að þau þekktust að heiman. Vel má vera að þetta hafi verið Páll Guðmundsson sem var 17 ára árið 1880, léttadrengur á Undirfelli í Húnavatnssýslu. Þarna eignast þau börnin tvö en  Páls naut ekki lengi við, hann lést fyrir 1890. Guðrún flutti til Keewatin þar sem hjónin Jón Pálmason og Þórunn Ingibjörg tóku Hannes litla í fóstur. Árið 1902 fór Guðrún til Winnipeg með Hólmfríði sem lauk prófi frá Wesley College árið 1908. Mæðgurnar voru saman í Manitoba og Saskatchewan en þar kenndi Hólmfríður í 18 ár. Þær settust að saman í New Hampshire árið 1930 en þar vann Hólmfríður á bókasafni.