
Valdimar Jakobsson Mynd VÍÆ I

Jórunn Magnúsdóttir Mynd VÍÆ I
Valdimar Jakobsson fæddist í Húnavatnssýslu 22. apríl, 1887. Dáinn í Calgary í Alberta 28. júlí, 1976. Judge Walter J. Lindal vestra.
Maki: 1) 20. apríl, 1918 Jórunn Magnúsdóttir f. 9. febrúar, 1895 í Churchbridge í Saskatcewan, d. 1. nóvember, 1941. 2) 19. ágúst, 1950 Guðný (Gwen) Sigurbjörg Ólafsdóttir f. 11. október, 1895.
Börn: 1. Anna Ruth f. 20. júní, 1925 2. Elizabeth f.18. maí, 1929.
Valdimar flutti ársgamall vestur árið 1888, með móður sinni, Hólmfríði Önnu Hannesdóttur og systkinum. Faðir hans, Jakob Líndal Hansson fór vestur árið áður. Valdimar bjó í föðurhúsum í Þingvallabyggð í Saskatchewan, flutti með foreldrum sínum þaðan árið 1896 til Foxwarren í Manitoba þar sem faðir hans prófaði kornrækt. Um aldamótin var mikill kraftur í fiskveiðum Íslendinga í Norður Manitoba og flutti þá fjölskyldan til Winnipegosis. Valdimar vann við veiðar sumar og vetur og þá kom í ljós að erfiðisvinna sem þessi fór illa með heilsu hans og afréð hann þá árið 1905, aðeins 18 ára að nema land í Hólarbyggðinni suður af Leslie í Saskatchewan. Hann vann á landi sínu á sumrin og stundaði nám á veturna. Hann lauk BA námi við Wesley College í Winnipeg árið 1914 og prófi í lögum frá University of Saskatchewan árið 1914. Sjá meir um nám og störf í Atvinna að neðan. Jórunn var dóttir Magnúsar Hinrikssonar og Kristínar Þorsteinsdóttur sem vestur fluttu til Winnipeg árið 1887.
