Guðrún R Jóhannesdóttir

ID: 19655
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Hallsonbyggð
Dánarár : 1958

Guðrún Rósa Jóhannesdóttir fæddist. 11. ágúst, 1884 í Hallson í N. Dakota. Dáin í Winnipeg 25. júlí, 1958. Johnson vestra.

Maki: Þorgils Jóhannesson f. 13. maí, 188 í Dalasýslu, d. í Winnipeg 16. febrúar, 1944. Johnson vestra.

Börn: 1. Anna Rósbjörg f. 1906, d. 1978 2. Áróra (Aurora) Kristjana f. 1907, d. 2001 3. Earnest Alfreð f. 1910, d. 1980 4. Florence Guðrún f. 1913, d. 2003 5. María Guðbjörg f. 1916, d. 2001 6. Eleanore Doreen f. 1922, d. 2011 7. Brian Roy f. 1924, d. 2009.

Guðrún Rósa var dóttir Jóhannesar Halldórssonar og Önnu Sigurðardóttur sem vestur fluttu árið 1878 og settust að í N. Dakota. Þorgils flutti vestur árið 1883 með foreldrum sínum, Jóhannesi Jónssyni og Guðrúnu Andrésdóttur. Þau voru fyrst í Nýja Íslandi en fluttu svo 1888 til Winnipeg og þar bjó Þorgils alla tíð. Hann vann hjá C.P.R. járnbrautafélaginu.