
Rafnkell Eiríksson og Steinunn fyrir aftan. Fyrir framan: Geiri, Eiríkur, Sveinbjörg, Steina og Rakel. Mynd WtW
Rafnkell Eiríksson fæddist í A. Skaftafellssýslu 10. október, 1879. Dáinn í Manitoba 27. ágúst, 1972. Kjeli Eirikson vestra.
Maki: 1910 Halldóra Sveinsdóttir f,4. ágúst, 1881, d. 6. ágúst, 1939.
Börn: 1. Geiri Ragnar f. 6. september, 1911 2. Steinunn f. 23. apríl, 1913 3. Sveinbjörg (Sveina) Þorgerður f. 16. apríl, 1914 4. Eiríkur Thor f. 6. ágúst, 1916 5. Gilbertina Rakel f, 9. apríl, 1918.
Rafnkell fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum Eiríki Rafnkelssyni og Steinunni Jónsdóttir og systkinum árið 1889 og settust að í Mikley. Tveimur árum seinna nám Eiríkur land í Ísafoldarbyggð og nefndi Flugustaði. Þar ólst Rafnkell upp til ársin 1903 en þá hrökkluðust flestir íbúar Ísafoldarbyggðar á brott vegna flóða í Winnipegvatni. Fjölskyldan flutti í Lundarbyggð. Halldóra fór vestur til Manitoba með móður sinni, Gróu Magnúsdóttur og systur sinni, Steinunni árið 1903.
