Björg S Jónsdóttir

ID: 5819
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1949

Björg Sigríður Jónsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu árið 1862. Dáin í Manitoba 30. ágúst, 1949.

Maki: 1888 Björn Árnason f. í Húnavatnssýslu árið 1856, d. í Manitoba árið 1919.

Börn: 1. Sigurlaug f. 1889 2. Guðrún Anna f. 1891 3. Guðmundur f. 17. júní, 1895 4. Halli, dó ungur.

Björn fór einsamall vestur árið 1883 en sama ár fór Björg vestur með móður sinni, Sigurlaugu Stefánsdóttur og systrum til Manitoba í Kanada. Björg og Björn hófu búskap í Winnipeg en fluttu á land sitt í Víðirnesbyggð árið 1905. Þegar Björn dó fluttu Björg og sonur hennar Guðmundur árið 1919 til Teulon.