Björn S Jósefsson

ID: 5828
Fæðingarár : 1839
Dánarár : 1913

Björn Stefán Jósefsson fæddist í Húnavatnssýslu 17. júní, 1839. Dáinn 21. júní, 1913 í Winnipeg.

Maki: Margrét Stefánsdóttir f. 22. ágúst, 1847 í Skagafjarðarsýslu, d. í Manitoba 22. október, 1907.

Börn: 1. Guðrún f. 1872 2. Jósef f. 14. nóvember, 1873 3. Anna Margrét f. 1875 4. Hallsteinn f. 29. janúar, 1884

Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1883 og fóru fyrst til Gimli í Nýja Íslandi. Þaðan lá leiðin til N. Dakota en árið 1885 settust þau að í Selkirk í Manitoba en enduðu í Hnausabyggð í Nýja Íslandi.