
Loftur Jónasson Mynd Almanak 1920
Loftur Jónasson: Fæddur í Ólafsfirði í Eyjafjarðarsýslu 9. júlí, 1841. Dáinn í Minneota 21. apríl, 1891.
Maki: 1) Hólmfríður Einarsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1843. 2) Aðalbjörg Jóakimsdóttir f. S. Þingeyjarsýslu árið 1841, d. 1912.
Börn: Með Hólmfríði: 1. Jónína f. 23. júlí, 1869. Með Aðalbjörgu: 1. Margrét Ingibjörg f. 25. apríl, 1877 2. Sigurgeir Valdimar f. 1879 3. Pálína Aðalbjörg f. 1881.
Loftur fór vestur til Milwaukee í Wisconsin árið 1873. Þar var hann til ársins 1876 en þá nam hann land í Yellow Medicinebyggð. Seldi það árið 1890 og flutti til Minneota. Hólmfríður fór vestur með dóttir þeirra Jónínu árið 1876. Heimild vestra segir þau Loft og Hólmfríði hafa verið hjón. Sé það svo hafa þau annað hvort skilið eðs Hólmfríður dáið skömmu eftir komuna vestur því Aðalbjörg elur Lofti barn í apríl 1877. Aðalbjörg fór vestur árið 1874 og var í Kinmount í Ontario fyrsta árið.
