ID: 19671
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Þorsteinn Jónsson fæddist í Hvítársíðu í Mýrasýslu árið 1876.
Maki: 1899 Málfríður Friðriksdóttir f. 1879 í Mýrasýslu.
Börn: 1. Guðrún 2. Málmfríður 3. Friðrik 4. Sæunn. Þrjú börn þeirra dóu ung.
Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1900, bjuggu þar í eitt ár en fluttu svo á Red Deer tangann í Winnipegosis vatni. Þar voru þau fáein ár áður en þau settust að í Winnipegosis.
