Bjarni Hallgrímsson

ID: 5911
Fæðingarár : 1858

Bjarni Hallgrímsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1858.

Maki: 1) Sigurlaug Bjarnadóttir d. á Íslandi 1899 2) Sigríður Sigurlína Kristjánsdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1877.

Börn: Bjarni átti son, Björn að nafni með Sigurlaugu. Fæddur 1897, drukknaði í Lake Washington 29. janúar, 1922. Með Sigríði tvær dætur og einn son. Upplýsingar vantar.

Bjarni fór til Vesturheims með son sinn Björn árið 1902. Var nokkuð í Manitoba en árið 1907 fór hann vestur að Kyrrahafi og eftir að hafa skoðað sig um á ýmsum stöðum settist hann að á Point Roberts.

Björn Bjarnason Mynd Lögberg 9. mars, 1922