Jón Jónsson

ID: 19683
Fæðingarár : 1847
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1910

Jón Jónsson fæddist í Dilkanesi í A. Skaftafellssýslu árið 1847. Dáinn í Framnesbyggð í Manitoba 10. febrúar, 1910.

Maki: Þórdís Halldórsdóttir f. í A. Skaftafellssýslu árið 1843, d. í Manitoba árið 1907.

Börn: 1. Jón f. 1874 2. Halldóra f. 1876, d. um 1900 3. Vilborg f. 1880. Þau tóku í fóstur í Ísafoldarbyggð Sigríði Jóhannsdóttur f. 21. október, 1891.

Þau fluttu vestur til Kanada árið 1893 og settust að í Ísafoldarbyggð. Neyddust til að hverfa þaðan skömmu eftir aldamót vegna flóða í Winnipegvatni. Námu land í Framnesbyggð og bjuggu þar síðan.

.