Vilborg Jónsdóttir

ID: 19685
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1948

Vilborg Jónsdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir Mynd A Century Unfolds

Vilborg Jónsdóttir fæddist í A. Skaftafellssýslu árið 1880. Dáin í Winnipegosis í Manitoba árið 1948.

Ógift og barnlaus.

Hún flutti til Kanada árið 1893 með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Þórdísi Halldórsdóttur og eldri systur Halldóru og bróður, Jóni. Fjölskyldan settist að í Ísafoldarbyggð í Manitoba og þar tóku foreldrar hennar Sigríði Jóhannsdóttir, f. 21. október, 1891 í fóstur. Hún var dóttir Jóhanns Jóhannssonar og Friðriku Rósu Jónsdóttur. Fjölskyldan varð að yfirgefa Ísafoldarbyggð skömmu eftir aldamótin og námu land vestur í Framnesbyggð. Þegar foreldrar Vilborgu féllu frá fór hún með Sigríði til Jóns, bróður síns, sem þá var sestur að í Winnipeg. Bjó Vilborg alla tíð hjá Jón og fór með honum til Winnipegosis árið 1928. Sigríður fór suður í Akrabyggð í N. Dakota, giftist þar og lést þar 22. mars, 1943.