Friðrika Jónsdóttir

ID: 8696
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1926

Friðrika Jónsdóttir fæddist í S. Þingeyjarsýslu árið 1850. Dáin 14. júlí, 1926 í N. Dakota.

Maki: Hjálmar Hjálmarsson f. árið 1852 í S. Þingeyjarsýslu, d. í N. Dakota árið 1936..

Börn: 1. Stefán 2. Anna 3. Jón 4. Gestur f. 11. ágúst, 1892.

Þau fóru vestur til Ontario í Kanada árið 1873. Þau settust að í Toronto þar sem þau bjuggu í 15 ár. Þaðan fluttu þau í Libertybyggð norður af Svold í N. Dakota.