ID: 6025
Fæðingarár : 1879
Dánarár : 1935
Frímann Kristjánsson fæddist í Húnavatnssýslu 25. febrúar, 1879. Dáinn í Kaliforníu árið 1935.
Maki: Tvígiftur, seinni kona Ethel Mikkelsen, danskrar ættar.
Börn: 1. Marion Francis f. 8. nóvember, 1920, d. 1927 2. Sidney Freeman f. 26. október, 1918.
Frímann fór til Vesturheims með bróður sínum Kristjáni árið 1888. Kristján dó þar innan árs og var Frímann tekinn í fóstur af íslenskri fjölskyldu í N. Dakota. Hann flutti til Kaliforníu um aldamótin og settist að nærri San Francisco þar sem hann bjó alla tíð.
