
Níels Guðbjartsson Mynd Lagasafn N. Dakota
Níels Guðbjartsson fæddist 30. apríl, 1899 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í N. Dakota 2. desember, 1958. Justice Nels Johnson vestra.
Maki: upplýsingar vantar.
Börn Upplýsingar vantar.
Níels fór til Vesturheims um aldamótin með foreldrum sínum, Guðbjarti Jónssyni og Guðrúnu Ólafsdóttur. Þau settust að í Mouse River byggð í N. Dakota. Þar gekk hann í barna- og unglingaskóla, lauk svo prófi frá Bottineau High School árið 1917. Skráði sig þá í herinn og var sendur í stríðið í Evrópu. Lauk herskyldu árið 1919. Árið 1924 lauk hann BA námi í University of North Dakota og laganámi þaðan árið 1926. Hann starfaði sem lögmaður fyrst um sinn í McHenry sýslu, varð svo saksóknari sýslunnar í tíu ár og var valinn ríkissaksóknari N. Dakota árið 1944 og aftur árið 1946. Hann sagði starfinu lausu 1. september, 1948 og opnaði skrifstofu í höfuðborginni Bismarck. 1. apríl, 1954 var hann skipaður Hæstaréttardómari, 57 ára gamall til að taka sæti Christianson, sem lést snemma árs 1954. Í almennum kosningum seinna sama ár, var hann svo kjörinn til að ljúka kjörtímabilinu. Endurkosningu til tíu ára hlaut hann árið 1958 þá 62 ára en lést í árslok.
