Magnús Brynjólfsson

ID: 6066
Fæðingarár : 1827
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Magnús Brynjólfsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1827. Dáinn í Tillamook í Oregon.

Maki: Elísabet Klemensdóttir f. 1837 í Húnavatnssýslu.

Börn: 1. Sigríður f. 1865 2. Klemens Brynjólfur f. 1869. Önnur þrjú börn þeirra dóu í æsku. Magnús átti fyrir Jósías f. 1853 og Klementínu Ingibjörgu f. 1863 með Jóhönnu Jónsdóttur..

Þau fluttu vestur til Kanada árið 1875 en þangað hafði Jósías farið árið áður. Fjölskyldan settist að í Marklandi í Nova Scotia þar sem hét Bólstaðarhlíð. Samferða þeim var systir Elísabetar, Ingibjörg Guðrún og hennar börn Kristjana Margrét f. 1864 og Jónas Steinn f. 1866. Þau voru börn Guðmundar Einarssonar.  Þau fluttu seinna til N. Dakota og þaðan til Oregon.