ID: 6173
Fæðingarár : 1865
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1922
Pétur Pálmason fæddist í Húnavatnssýslu 15. júní, 1865. Dáinn 1922 í Manitoba.
Maki: 21. desember 1889 Hólmfríður Ásmundsdóttir f. 1868 í N. Múlasýslu.
Börn: 1. Kristín Emilía Channing. Tvær dætur dóu í æsku.
Pétur fór með foreldrum sínum til Nýja Íslands árið 1876. Þaðan lá leiðin til Hallson í N. Dakota árið 1880. Keypti land í Vestur-Sandhæðum árið 1890, seldi það og flutti til Hensel. Þaðan fluttu þau hjónin 1893 til Roseaubyggðar í Minnesota og loks í Pine Valley byggð í Manitoba skömmu fyrir 1900. Þau fluttu þaðan til Winnipeg árið 1910.
