
Annie Þórdís Sigurðardóttir Mynd VÍÆ III

John Forsyth Mynd VÍÆ III
Annie Þórdís Vilhelmína Sigurðardóttir fæddist í Narrows, Manitoba 8. júlí, 1891. Forsyth vestra.
Maki: 8. maí, 1915 John Forsyth f. í Skotlandi 20. september, 1884, d. í Manitoba 8. júlí, 1958.
Börn: 1. Emma Pauline f. 20. mars, 1916 2. John f. 12. ágúst, 1917 3. James Haig f. 13. ágúst, 1919 4. Margaret Fyfe f. í Eriksdale 29. janúar, 1921 5. Arthur f. í Eriksdale 28. október, 1925 6. Annie Þórdís (Thordis) f. 31. desember, 1927.
Annie fæddist norður í Narrows við Manitobavatn, dóttirJóns Sigurðssonar frá Hálsi í Kinn og Pálínu Þórðardóttur úr Eyjafjarðarsýslu. Hún flutti þaðan með foreldrum sínum árið 1902 til Westbourne, sunnan við Manitobavatn. Þaðan lá svo leið fjölskyldunnar árið 1904 í Lundarbyggð og loks í Eriksdale árið 1910 Þar bjó Annie og hennar fjölskylda alla tíð.
