
Margrét Jónsdóttir Mynd VÍÆ III
Margrét Jónsdóttir fæddist í Narrows 4. desember, 1892. Stone vestra. Dáin 24. ágúst, 1949.
Maki: 28. desember, 1914 Þorsteinn Jónsson f. 9. nóvember, 1888 í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Dáinn 6. febrúar, 1944. Thorsteinn Stone vestra.
Börn: 1. Timothy f. 5. febrúar, 1919 2. Clifford f. 22. nóvember, 1921 3. George f. 6. apríl, 1927 4. Margaret f. 31. ágúst, 1929 5. Dorothy f. 14. september, 1932, öll fædd í Winnipeg.
Margrét var dóttir Jóns Sigurðssonar og Pálínu Þórðardóttur sem vestur fluttu árið 1888, skrifaði sig ætíð Sigurðson fram að giftingu. Þau settust að í Narrows við norðanvert Manitobavatn og þar óx Margrét úr grasi. Þorsteinn var sonur Jóns Þorsteinssonar úr Mýrasýslu og konu hans, Solveigu Bjarnadóttur frá Gufuskálum. Margrét gekk í kennaraskóla í Winnipeg og varð kennari þar í borg. Þar kynntist hún Þorsteini sem seinna var forstjóri vöruflutningadeildar T. Eaton verslunarfélagsins. Þar bjuggu þau alla tíð.
