ID: 1717
Fæðingarár : 1844
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1934
Vilborg Arngrímsdóttir fæddist í A. Skaftafellssýslu 21. nóvember, 1844. Dáin 17. ágúst, 1934.
Maki: 13. október, 1888 Jón Þorláksson fæddist 7. september, 1856 í A. Skaftafellssýslu. Dáinn í Nýja Íslandi 6. maí, 1920.
Börn: 1. Þorlákur f. 2. ágúst, 1885, d. 16. desember, 1960.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1900 og samferða þeim voru Arngrímur Arngrímsson, bróðir Vilborgar og fjölskylduvinurinn Katrín Jónsdóttir sem annaðist Andrés Jónsson átta ára son Jóns Þorsteinssonar og Unu Þorláksdóttur. Þau settust að í Ísafoldarbyggð.
