
Sigurgeir R Sigurgeirsson og Kristbjörg J Márusardóttir Mynd Lögberg 26. ágúst, 1954
Kristbjörg Jóna Márusardóttir fæddist í Lundi í Mikley 16. júní, 1900, d. 26. ágúst, 1953.
Maki: 28. ágúst, 1917 Sigurgeir Rósberg Sigurgeirsson f. í Mikley í Nýja Íslandi 8. október, 1892, d. í Riverton 21. nóvember, 1952.
Börn: 1. Vilhjálmur f. 27. september, 1918 2. Ingibjörg f. 15. ágúst, 1921 3. Jón f. 21. nóvember, 1928.
Sigurgeir var sonur Vilhjálms Sigurgeirssonar og Kristínar Þóru Helgadóttur landnema í Mikley í Manitoba. Hann ólst upp í Nýja Íslandi og bjó þar alla tíð. Hann hóf búskap á Heytanga í Ísafoldarbyggð og stundaði að auki fiskveiðar í Winnipegvatni. Flutti þaðan út í Mikley og hóf þar útgerð. Hann annaðist um tíma póstflutninga milli Mikleyjar og Riverton. Árið 1943 keypti hann jörðina Ós við Íslendingafljót og bjó þar síðan. Kristbjörg var dóttir Márusar Jónassonar Doll og Ingibjargar Brynjólfsdóttur, landnema í Mikley.
