Pálmi Lárusson

ID: 6221
Fæðingarár : 1865
Dánarár : 1957

Pálmi Lárusson Mynd VÍÆ IV

Pálmi Lárusson fæddist 6. mars, 1865 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Nýja Íslandi 18. júlí, 1957.

Maki: Guðrún Steinsdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1868, d. 26. mars, 1936 í Gimli.

Börn: 1. Sigríður f. 1892 á Íslandi 2. Ósk Guðný f. 12. febrúar, 1893, d. 15. maí, 1961 3.  Lárus Pálmi f. 29. ágúst, 1895, d. 28. ágúst, 1918 4. Sigursteinn f. 1. janúar, 1898 5. Benedikt Óskar Björgvin f. 1. október, 1900 6. Steinunn Anna f. 27. júlí, 1903 7. Jónína f. 10. nóvember, 1905 8. Brynjólfur Halldór f. 2. ágúst, 1909 9, Hjálmar Valdimar f. 12. október, 1912, d. í Winnipeg 1980.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 og settust að í Gimli, í Nýja Íslandi. Þar stundaði Pálmi fiskveiðar um árabil.