
Gunnar Þórðarson Mynd Nelson Gerrard
Gunnar Þórðarson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1852. Dáinn á Gimli 6. október, 1934.
Maki: Anna Þorsteinsdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1846. Sambýliskona: Kristín Bjarnadóttir f. 1870 í Skagafjarðarsýslu.
Börn: Með Önnu 1. Þorsteinn. Gunnar mun hafa átt son fyrir hjónaband. Börn Kristínar og Hinriks Árnasonar: 1. Jón f. 1902 2. Bjarni f. 1904.
Gunnar flutti vestur til Kanada árið 1898 og mun hafa farið til Winnipeg. Sennilega hafa þau Gunnar og Anna skilið því ekki fór hún vestur með son þeirra. Kristín fór vestur til Winnipeg með Jón en Bjarni kom þangað seinna. Gunnar sótti um land í Árdalsbyggð árið 1909 en það reyndist blautt og skilaði Gunnar því og flutti með Kristínu og drengi hennar í Arborg. Þar bjuggu þau til ársins 1921, fluttu þá til Selkirk. Gunnar fór síðan á Betel á Gimli árið 1933.
