Erlendur Guðmundsson

ID: 6356
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1949

Erlendur Guðmundsson fæddist í Húnavatnssýslu 25. nóvember, 1863. Dáinn á Betel á Gimli 1. júní, 1949.

Maki: 2. október, 1892 Ingibjörg Kristmundsdóttir f. 5. nóvember, 1865, d. á Gimli 18. nóvember, 1942.

Börn: 1. Steinunn f. 23. október, 1893 2. Elín Kristín Áróra f. 25. mars, 1895, d. 1918 í Winnipeg 3. Haraldur f. á Gimli 1903, d. í Vancouver 1984.

Erlendur og Ingibjörg ákváðu að flytja vestur um haf á síðasta áratug 19. aldar. Ingibjörg fór á undan honum með dætur þeirra tvær til Winnipeg í Manitoba árið 1898. Erlendur þurfti að hnýta lausa enda en hann yfirgaf Ísland 7. júlí, 1899 og settust þau að á Gimli um haustið. Þar bjuggu þau til ársins 1905, keyptu þá land skammt norður af bænum þar sem þau hófu búskap en árið 1912 settust þau að á landi nær Gimli og bjuggu þar til ársins 1942. Eftir lát Ingibjargar bjó Erlendur hjá börnum sínum, var vestur við Kyrrahaf í Seattle um hríð en sneri aftur til Gimli og bjó þar síðan.

 

 

 

Íslensk arfleifð :