ID: 19819
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1913
Fæðingarstaður : Lundar
Dánarár : 2014

Guðrún Jónsdóttir Mynd Winnipeg Free Press.
Guðrún Jónsdóttir fæddist í Lundar í Manitoba árið 1913. Dáin í Winnipeg 24. júní, 2014. Runa Hallson, Thorgilson og Bergthorson vestra.
Maki: 1) Arnór Stanley Árnason f. 24. júlí, 1915 í Chicago, d. 11. október, 1967 í Ashern, Manitoba. 2) 1975 Jón Hallsson (John Oscar) f. árið 1912, d. 1993.
Börn: 1. Ellen 2. Frederick.
Guðrún var dóttir Jóns Péturs Bergþórssonar og Petrínu Gunnhildar Magnúsdóttur í Lundar. Guðrún ræktaði uppruna sinn af mikilli alúð, talaði og skrifaði fallega íslensku. Hún heimsótti ættingja á Íslandi nokkrum sinnum og tryggði tengslin við fjölskyldu sína.
