Guðmundur Davíðsson

ID: 6420
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1949

Guðmundur Davíðsson fæddist í Húnavatnssýslu 24. október, 1866.  Dáinn 19. febrúar, 1949 í Gimli.

Maki: 12. desember, 1891 Sigurlaug Sigurðardóttir f. 11. apríl, 1861 í Húnavatnssýslu, d. 18. júní, 1922.

Börn: 1. Lilja Hólmfríður f. 11. janúar, 1894 2. Tómas Markús f. 27. október, 1896, d. í Winnipeg 1900 3. Daisy Emilía f. 2. september, 1904.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1900 þar sem þau bjuggu fyrstu árin. Þau fluttu í Mikley árið 1905 og ráku greiðarsölu þar sem nú er Gull Harbor.  Þaðan lá leiðin til Riverton þar sem þau bjuggu síðan.