Guðbjartur Kárason

ID: 6428
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1962

Guðbjartur Kárason Mynd VÍÆ II

Guðbjartur Kárason fæddist 6. maí, 1872 í Strandasýslu. Dáinn í Stafholti í Blaine,Washington 12. september, 1962.

Maki: 1907 Ingibjörg Dóróthea Erlendsdóttir f. í Gullbringusýslu 14. mars, 1876, d. í Blaine 9. júlí, 1948.

Börn: 1. Maríus Ágúst f. 8. ágúst, 1909 í Blaine, d. 21. september, 1937 2. Halldór Karl (Carl) f. 13. janúar, 1914 3. Erlendur Helgi f. 4. febrúar, 1916.

Guðbjartur flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1902. Þar bjó hann í þrjú ár, fór þaðan vestur að Kyrrahafi þar sem hann vann við húsbyggingar á ýmsum stöðum. Settis að í Blaine í Washington árið 1907 og bjó þar síðan. Ingibjörg fór vestur til Winnipeg árið 1900 með móður sinni, ekkjunni Maríu Gísladóttur. Þær settust að í borginni.