Guðmundur Ólafsson

ID: 6453
Fæðingarár : 1830
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1915

Guðmundur Ólafsson Mynd VÍÆ IV

Guðmundur Ólafsson fæddist 10. febrúar, 1830 í Snæfellsnessýslu. Dáinn í Garðar í N. Dakota 21. apríl, 1915.

Maki: 1) 15. október, 1853 Halldóra Sveinsdóttir f. í Húnavatnssýslu 23. október, 1827, d. 2. október, 1865 2) 30. október, 1866 Anna María Friðriksdóttir f. 23. desember, 1834, d. í Winnipeg, Manitoba 11. ágúst, 1914.

Börn: Með Halldóru 1. Skúlína Rósamunda f. 21. maí, 1853, d. í Grafton, N. Dakota 1. janúar, 1941. 2. Ingibjörg Mersellína f. 13. maí, 1856, d. í Montana 1913. 3. Hansína Soffía (Sophia Hansina) f. í S. Þingeyjarsýslu 5. febrúar, 1858, d. í Vatnabyggð í Saskatchewan 17. júlí, 1936 4. Þorkatla Júlíana f. í S. Þingeyjarsýslu 10. júlí, 1861. Fór ekki vestur en afkomendur hennar nokkrir gerðu það 5. Ólína Bergljót f. í Húnavatnssýslu 25. nóvember, 1863, giftist á Íslandi. Með Önnu 1. Ingibjörg f. í Húnavatnssýslu 20. júní, 1868 2. Halldóra f. í Húnavatnssýslu 16. júlí, 1871, d. í San Francisco 20. janúar, 1934 3. Gróa f. 18. apríl, 1878 í Húnavatnssýslu.

Guðmundur og Anna fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1889 og þaðan suður í Garðarbyggð í N. Dakota.