Steinunn Erlendsdóttir

ID: 6469
Fæðingarár : 1893
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1961

Brynhyldur S Erlendsdóttir Mynd VÍÆ II

Brynhildur Steinunn Erlendsdóttir fæddist 23. október, 1893 í Húnavatnssýslu. Dáin 15. september, 1961 í Seattle.

Maki: 5. apríl, 1920 Þorbjörn Jónsson f. í Borgarfjarðarsýslu 3. mars, 1877, d. í Seattle 27. apríl, 1947.

Börn: Kristín f. 1. janúar, 1921 2. Elín Ingibjörg f. 4. nóvember, 1925 3. Jón Marvin f. 1928.

Brynhildur flutti vestur til Winnipeg með móður sinni, Ingibjörgu Kristmundsdóttur og yngri systur árið 1898. Faðir hennar, Erlendur Guðmundsson flutti þangað ári seinna. Hún bjó í Manitoba til ársins 1917, flutti þá vestur til Seattle. Þorbjörn lærði ungur trésmíði í Reykjavík og þótti einstakur fagmaður. Hann sigldi til Hafnar 1897 til að læra meira og fór þaðan til Þýskalands. Þar lærði hann húsateikningar og áfram hélt námið, næst í Sviss árið 1909. Hann flutti vestur um haf árið 1910 og fór til Winnipeg þar sem hann var einhvern tíma áður en hann settist að í Minneapolis. Árið 1918 er hann búsettur í Seattle og þar varð framtíðarheimili hans og Brynhildar.