Jóhanna Sumarliðadóttir

ID: 19839
Fæðingarár : 1893
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Jóhanna Sumarliðadóttir Mynd VÍÆ III

Jóhanna Sumarliðadóttir fæddist 14. júlí, 1893 í Húnavatnssýslu. Jóhanna S Thorkelsson vestra.

Maki: 14. janúar, 1919 Sigurður Jónsson f. í Árnesbyggð í Nýja Íslandi 11. mars, 1889. Sigurdur J Thorkelsson vestra.

Börn: 1. Stefanía Björnfríður f. 16. nóvember, 1919 2. Guðríður Kristrún f. 14. janúar, 1922 3. Guðrún Metta f. 22. mars, 1923 4. Jóna f. 26. maí, 1924 5. Sigurjón f. 8. ágúst, 1925 6. Emily Júlíana f. 27. september, 1928 7. Kristján Haraldur f. 9. nóvember, 1933 8. fóstursonur Philip Jón f. 7. maí, 1941.

Sigurður var sonur Jóns Jónssonar og Kristjönu Magnúsdóttur, landnema í Nýja Íslandi árið 1886. Þar ólst hann upp, tók við búskap föður síns, sem bjó á Fagranesi í Árnesbyggð. Jóhanna flutti vestur árið 1901 með móður sinni, ekkjunni Súsönnu Guðrúnu Jónsdóttur frá Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi.