Björgvin Sigurðsson

ID: 19845
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1894

Björgvin Sigurðsson fæddist í N. Dakota 15. janúar, 1894. Bjorgvin Johnson vestra.

Maki: Grace M Jónsdóttir f. 19. desember, 1894 í Mountain, N. Dakota.

Börn: 1. Björgvin Sigurjón Robert f. í San Francisco 4. janúar, 1928 2. Valdimar Kristinn f. í San Francisco 12. febrúar, 1929.

Björgvin var sonur Sigurðar Jónssonar Reykfjörð og fyrri konu hans, Bjargar Vigfúsdóttur landnema í N. Dakota. Grace var dóttir Jóns Valdimars Þorlákssonar og konu hans, Petrínu Guðnadóttur, sömuleiðis, landnemar í N. Dakota. Björgvin lærði hárskurð í Chicago og þar gekk hann að eiga Grace. Þau fluttu til Winnipeg en þaðan fljótlega til Kaliforníu og bjuggu í Oakland. Þar gafst Björgvin tækifæri til að stunda áhugamál sitt, listmálun.