Kristín Sölvadóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1866. Dáin í Manitoba 6. september, 1905.
Maki: Jóhannes Joensen fæddist í Færeyjum 12. mars, 1863.
Börn: 1. Guðbjörg Þóra Sigurlína 2. Edwin 3. Aðra dóttur áttu þau sem var tekin í fóstur af þeim hjónum Jósef Helgasyni og Guðrúnu Árnadóttur. Þá átti Kristín son Jón Stefánsson að nafni.
Kristín fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1899, hún var dóttir Sölva Helgasonar. Jón sonur hennar mun hafa farið vestur þangað sama ár. Þega Kristín lést voru börn hennar og Jóhannesar tekin í fóstu. Davíð Valdimarsson og Guðbjörg Jónsdóttir kona hans tóku Guðbjörgu að sér og Ólafur Hannesson og Sigríður kona hans tóku Edwin að sér. Jóhannes fór vestur til Winnipeg í Manitoba frá Færeyjum um 1890. Hann flutti í Big Point byggð og nam þar land 1897.
