ID: 19853
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1899
Fæðingarstaður : N. Dakota

Guðrún Elín Þorsteinsdóttir Mynd VÍÆ II
Guðrún Elín Ólöf Þorsteinsdóttir fæddist í Milton, N. Dakota árið 1899.
Maki: 1923 Abraham Brand f. í Englandi 7. apríl, 1898, d. 4. mars, 1963.
Börn: 1. Lillian f. 26. janúar, 1924 2. Jack f. 1929.
Guðrún var dóttir Þorsteins Þorlákssonar og konu hans Hlaðgerðar Grímsdóttur Laxdal landnema í Þingvallabyggð í N. Dakota árið 1879. Seinna stundaði Þorsteinn verslunarstörf í Milton N. Dakota. Guðrún gekk í kennaraskóla og kenndi áður en hún gekk í hjónaband. Flutti með manni sínum til Detroit þar sem hún var umsjónarmaður dýrgarðs í um 20 ára skeið. Maður hennar vann hjá Progressive Industries í borginni.
