Guðlaug Jónsdóttir

ID: 6500
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Guðlaug Jónsdóttir var fædd 23. október, 1853 í Húnavatnssýslu.

Maki: Pétur Hansen fæddist í Húnavatnssýslu 23. júlí, 1849.

Börn: 1. Ingibjörg f. 15. nóvember, 1881, d. í Blaine 28. september, 1913 2. Jón d. á táningsaldri.

Guðbjörg var dóttir Jóns Ívarssonar sem vestur flutti árið 1874. Hún og Pétur fluttu vestur til Nova Scotia árið 1876, voru fyrst í Lockeport en settust svo að í Hjarðarholti í Marklandi. Fluttu þaðan vestur til Winnipeg um 1880 og settust svo að í Beaulieubyggð vestur af Hallson í N. Dakota árið 1882. Árið 1913 seldu þau og fluttu vestur að Kyrrahafi. Keyptu land í Blaine og bjuggu þar.